Blogg
Jan 8, 2019
Götuhjól kaupir Reiðhjólaverzlunina Berlin
Götuhjól hefur keypt rekstur Reiðhjólaverzluninar Berlin frá og með 1.janúar 2019. Reiðhjólaverzlunin Berlin skapaði sér nafn sem reiðhjólaverslun með meiru sem sérhæfir sig í klassískum hjólum, vönduðum fylgihlutum og fullt af öðrum fallegum vörum sem henta til daglegs brúks. Götuhjól er sérfræðingur í að selja reiðhjól og aukahluti á netinu. Markmið Götuhjóls er að bjóða upp á einföld, einstök og skemmtileg reiðhjól.