Götuhjól hefur keypt rekstur Reiðhjólaverzluninar Berlin frá og með 1.janúar 2019 og munu bæði fyrirækin verða rekin undir eignarhaldi Amazingtask ehf. Reiðhjólaverzlunin Berlin opnaði á nýjum stað þann 3. janúar í Ármúla 4.
Reiðhjólaverzlunin Berlin skapaði sér nafn sem reiðhjólaverslun með meiru sem sérhæfir sig í klassískum hjólum, vönduðum fylgihlutum og fullt af öðrum fallegum vörum sem henta til daglegs brúks. Verslurinn var opnuð 2012 á Snorrabraut, flutti að Geirsgötu árið 2015 og er núna kominn í Ármúla 4. Reiðhjólaverzlunin Berlin hefur boðið upp á hjólamerkin Reid, Pashley, Achielle, Viva og sítt eigið reiðhjólamerki; Berlin.
Götuhjól er sérfræðingur í að selja reiðhjól og aukahluti á netinu. Markmið Götuhjóls er að bjóða upp á einföld, einstök og skemmtileg reiðhjól. Götuhjól opnaði vefverslun 7. janúar 2017 og verslun var opnuð þann 22.apríl 2017 í Ármúla 4. Fyrstu hjólamerkið hjá Götuhjól var Pure Cycles og svo hefur Götuhjól bætt fjölda af þekktum og traustum hjólmerkum við sig t.d. Cinelli, Ridley, Pelago, Schindelhauer, Genesis, Marin, Fatback, Ridgeback og Biomega.
Markmið fyrirtækjanna verður að bjóða upp á reiðhjól, fylgihluti og aukahluti fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga sem gjarnan nota reiðhjólið til hversdagslega ferða eða til lengri ferðalaga. Reiðhjólaverkstæði verður starfrækt á staðnum.
Við viljum bjóða upp á einföld, einstök og skemmtileg hjól fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga. Haldið verður í gömul og góð gildi: gæði, virðing og fágun. Þessi gildi okkar eru leiðarljós sem munu endurspegla vörur, þjónustu og kultur verslananna.