Tweet Ride Reykjavik
Árið 2009 tóku reiðhjólaáhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og –kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól.
2012 var komið að Reykjavík. Tweed Ride Reykjavik var haldið í fyrsta skipti þann 16. Júni 2012 og tóku um það bil 70 manns þátt í atburðinum. Tilgangurinn var að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur.
Tweed Ride Reykjavik var upprunalegt skipulagt af tveimum áhugamönnum um klassískan klæðnað og hjólreiðar, Alexander Schepsky frá Þýskalandi og Jóni Gunnari Tynes Ólasyni úr Hlíðunum.
Reiðhjólaverzlunin Berlin skipuleggur og heldur utan um þennan viðburð árlega. Tweed Ride Reykjavik er haldin annað hvort síðasta laugardag í maí mánuði eða fyrsta laugardag í júní mánuði.
Í stuttu máli sagt, þá er þetta stórskemmtilegur viðburður og vekur alltaf athygli.
Veitt eru verðlaun fyrir
- Fallegasta hjólið
- Best klædda herrann
- Best klæddu dömuna
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://tweedride.is