Um Berlin

Reiðhjólaverzlunin Berlin hefur skapaði sér nafn sem reiðhjólaverslun með meiru. Berlin sérhæfir sig í klassískum hjólum, vönduðum fylgihlutum og fullt af öðrum fallegum vörum sem henta til daglegs brúks

Við viljum bjóða upp á einföld, einstök og skemmtileg hjól fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga. Haldið verður í gömul og góð gildi: gæði, virðing og fágun. Þessi gildi okkar eru leiðarljós sem munu endurspegla vörur, þjónustu og kultur verzluninnar.

Jón Óli Ólafsson - Reiðhjólaverzlunin Berlin

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á reiðhjólum og haft gaman og skemmt mér að hjóla um Reykjavík og nágrenni. Ég hef átt fjólda hjóla á lífsleiðinni. Mest verið á fjallahjóli en síðustu ár hef ég verið á götuhjóli (racer) frá vori fram á haust og fjallahjóli með nagladekkjum yfir veturinn. Árið 2012 seldi ég bílinn og byrjaði að nota hjólið. Ég hjóla í vinnuna daglega ásamt að nota það í öll önnur erindi.

Ég hef tekið þátt í ýmsum hjólaviðburðum eins og WOW cyclothon (sóló flokki) árin 2015, 2016 og 2017, Bláa lónsþrautin, Tour of Reykjavik og 4ra ganga mótið fyrir norðan.

Sagan mín í reiðhjólageiranum hefst í desember 2015 í New York. Heilum degi var varið í að skoða reiðhjólaverslanir í New York þegar India hjólið frá Pure Cycles sást. Þetta hjól var hrikalega flott og töff. Því miður gat sölumaðurinn ekki selt sýningareintakið af hjólinu.

Í febrúar 2016 var ferðinni heitið til London til að skoða reiðhjólaverslanir. Það sem vakti athyglina voru fjöldi margra einfaldra, einstakra og skemmtilegra reiðhjóla sem boðið var uppá í verslunum í London. Síðar á árinu var haft samband við Pure Cycles og fengið umboð fyrir Pure Cycles á Íslandi.

Í janúar 2017 var vefsíðan www.gotuhjol.is sett í loftið og í apríl 2017 var opnuð verslun í Ármúla 4. Götuhjól sérhæfði sig í einföldum og skemmtilegum hjólum. Fleiri hjólamerki bættust í hjólalínuna eins og Cinelli, Ridley, Genesis, Ridgeback, Pelago, Marin, Fatback, Pelago, Schindelhauer og Biomega..

Í janúar 2019 keypti Götuhjól rekstur Reiðhjólaverzluninar Berlin og flutti Berlín í Ármúla 4. Núna eru Götuhjól og Reiðhjólaverzluin Beriln undir sama þaki í Ármúla.

Hér getur þú skoðað hjólamerkin okkar.

Hjólakveðja
Jón Óli Ólafsson

Reiðhjólaverzlunin Berlin
www.reidhjolaverzlunin.is
jonoli@reidhjolaverzlunin.is
sími 557-7777

Rekstraraðili
Amazingtask ehf
kt. 581116-1870
VSK: 126963
Ármúli 4
108 Reykjavík

Loka (esc)

Vertu með

Skráðu þig á póstlista okkar og þú færð 10% afslátt af fyrstu kaupum á reiðhjóli.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Leita

Karfa

Karfa þín er tóm
Vefverzlun