Þann 17.desember 2019 samþykkti Alþingi Íslands lög þar sem virðisaukaskattur af rafmagns- og reiðhjólum skyldi falla niður upp að ákveðnu marki.
Samkvæmt lögunum þá er hámark niðurfellingar virðisaukaskatts af rafmagnshjólum 96 þúsund krónur og 48 þúsund krónur af reiðhjólum. Var upphæðin fyrir reiðhjól tvöfölduð eftir fjölda umsagna sem bárust um málið í samráðsgátt stjórnvalda.
Þetta þýðir að frá og með 1. janúar 2020 til 31. desember 2023 verður hægt að kaupa rafmagnshjól sem kostar 400.000 krónur án þess að greiða virðisaukaskatt og kaupa reiðhjól sem kostar 200.000 krónur án þess að greiða virðisaukaskatt.
Við hjá Berlin fögnum þessum breytingum og höfum uppfært öll verð í vefverzlun okkar í samræmi við nýju lögin. Við vonum svo sannarlega að þessar breytingar eigi eftir að hvetji fólk til að velja vistvænan ferðamáta til að koma sér á milli staða.
Hér eru dæmi um verðbreytingarLadies Classic kostar 129.900 krónur en eftir breytingar þá kostar hjólið 99.900 kr.
Gents Roadster kostar 129.900 krónur en eftir breytingar þá kostar hjólið 99.900 kr.
Ladies Classic ebike kostar 299.900 krónur en eftir breytingar þá kostar hjólið 239.900 kr.
Hlekkur á lög á vef Alþingis
https://www.althingi.is/altext/150/s/0815.html
Hlekkur á frétt Kjarnans þann 30.október 2019
https://kjarninn.is/frettir/2019-10-30-vikka-skattaivilnanir-vegna-rafmagnsbila-og-hjola/
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/11/03/reidhjol_verdi_undanthegin_virdisaukaskatti/
Uppfærð frétt á mbl.is þann 26.nóvember 2019https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/11/26/nidurfelling_virdisaukaskatts_af_hjolum_tvofoldud/
Uppfærð frétt á ruv.is þann 26.nóvember 2019https://www.ruv.is/frett/bjarni-vill-veita-skattaafslatt-vegna-reidhjola