Ljós á reiðhjól

Ljós á reiðhjól

Þegar dimma tekur þá er gott að hafa ljós á reiðhjólinu til að láta aðra sjá sig og/eða til að lýsa upp leiðina sem hjóluð er. Ljós á reiðhjól koma í ýmsum gerðum og með mismunandi eiginleikum sem henta við ólíkar aðstæður. Ljós á reiðhjól má skipta upp í tvennt: að sjást og að sjá.

Mismunandi ljós á reiðhjól

Við hjólum við mismunandi aðstæður hvort sem það er á hjóla- og/eða göngustígum, á götunni eða förum í hjólaferð utan þéttbýlis. Allt eru þetta aðstæður með mismunandi birtuskilyrði. Einnig eru birtuskilyrði ekki þau sömu um sumar eða vetur.

Mismunandi aðstæður - ljós á reiðhjól - Ljósbúnaður

Þegar velja á ljós er gott að hafa í huga lengd, leið og aðstæður. 

  • Ertu að hjóla langa leið daglega eða stutt af og til?
  • Er leiðin sem þú hjólar upplýst alla leið eða hluta af leiðinni?
  • Ertu að hjóla eftir hjóla- og/eða göngustígum, á götunni eða utan þéttbýlis?

Hjólandi vegfarandi þarf að vera vel sýnilegur og það borgar sig að vera sem mest í sjónsviði annarra vegfarenda. Mikilvægt er að vera með öflug og góð ljós. Hvítt að framan og rautt að aftan. Gæta þarf þess að þau séu rétt stillt.

Styrkur

Ljósstyrkur

Styrkur reiðhjólaljósa er í mörgum tilfellum gefinn upp í lumen, lux eða candela mismunandi eftir framleiðendum. Einföld skýring á þessum skilgreiningum er: lumens er eining á hve skært ljós er fyrir mannsaugað. Afturljós eru frá 5-100 lumens á meðan framljós eru frá 10 og upp í þúsundir lumen.

Orkugjafar
Hægt er að fá ljós sem nota einnota AA eða AAA rafhlöður en mikið af ljósum í dag koma með endurhlaðanlegum rafhlöðum.

Algengustu endurhlaðanlegu rafhlöðurnar eru Lithium Ion (Li-Ion) eða Lithium Polymer (Li-Po). Þessar rafhlöður eru minni, léttari og öflugri en einnota rafhlöðurnar.

Endurhlaðanlegu rafhlöður eru hlaðnar með USB. Sum ljósanna hafa jafnvel innbyggt USB tengi sem þú þarft ekki snúru til að hlaða þau. Því öflugara sem framljósið er því lengri tíma getur tekur að hlaða rafhlöðuna með USB.

Flest ljós í dag gefa til kynna rafhlöðuendinguna þannig að þú veist nákvæmlega hve mikið er eftir af hleðslunni annað hvort með LED ljósi sem breytir um lit eða vísir sem segir til um hve mikið afl er eftir.

Ekki má gleyma einni tegund af ljósum sem nýtir rafal (dynamo) til að búa til orkugjafa fyrir ljósið. Einhverjir muna eftir dynamó sem settur var á dekkið sem keyrði áfram ljósið. Þó þessi rafalar séu ennþá til þá hefur ný tegund litið dagsins ljós en það er rafall sem er í framnafi og er vír frá framhjól yfir í ljósin (fram og aftur).

Festingar
Algengustu festingar á fram og afturljósum eru ólar/teygju og klemmufestingar.

Festingar fyrir ljós

Ljós sem hafa ólar/teygju (vinstra megin á mynd) er auðvelt að vefja um stýrið eða sætispípuna og þarf ekki sérstök verkfæri til þess. Þetta auðveldar að setja ljósin á og taka þau af.

Ljós sem hafa klemmufestingar (hægra megin á mynd) eru í flestum tilfellum þyngri og þurfa því að vera vel fest á hjólið. Flestar klemmufestingar hafa mismunandi leiðir til að losa ljósið frá festingunni með auðveldum hætti. Festingin situr sem fastast á hjólinu. 

Einnig eru til ljós sem festast beint á hjólið og eru aldrei tekin af nema ef þarf að skipta um rafhlöður.

Hafðu þessa punkta til hliðsjónar þegar þú velur þér ljós

  • Viltu sjást eða sjá (lýsa upp)
  • Hvaða lengi ertu að hjóla
  • Hvaða leið hjólar þú
  • Hvernig eru aðstæðurnar á þinni leið
  • Hvernig orkugjafi hentar þér
  • Hvernig festingar hentar þínu hjóli

Skoðaðu ljósin sem við bjóðum uppá hér.

Eldri færslur
Nýrri færslur
Loka (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Leita

Karfa þín er tóm
Halda áfram að verzla