Við fögnum 1.árs afmæli á Háaleitisbraut

Lás á hjól - Val á reiðhjólalás

Lás á hjól - Val á reiðhjólalás

Hvað ber að hafa í huga þegar velja á lás fyrir hjól? 

Þetta er spurning sem við heyrum viðskiptavini okkar spyrja þegar kemur að því að velja lás fyrir hjól (rafmagnshjól eða reiðhjól) eða kaupa sér lás fyrir núverandi hjól. Það eru þrjú atriði sem bera að hafa í huga við val á reiðhjólalás: verð, notkun og öryggi.


Lásar koma í ýmsum stærðum, lengdum, gerðum og eru flestir annað hvort með lykil eða tölur til að opna og loka lásnum. Helstu gerðir lása eru kapall, keðja, U-lás og hringlás. Til viðbótar er hægt að fá staka eða plug-in kapla og keðjur til að auka öryggið.

Berlin - reiðhjólalás - Kapallás
Kapallásar eru léttir og auðveldir í meðhöndlun. Þessir lásar eru með stálvíra vafna saman sem mynda kapal með ákveðið þvermál. Þvermálið á kapallásum getur verið frá 4 - 15mm og lengd getur verið frá 40-180cm. Til að opna og loka stendur valið á milli að vera með lykil eða talnakóða. Kapallásar eru ódýrir og þægilegir í flutningum en veita minnsta öryggið.

Berlin - reiðhjólalás - Keðjulás
Keðjulás er þyngri en kapallásar en mörgum tilfellum svipaðir í meðhöndlun. Keðjulásar hafa herta stáll hlekki sem eru hlekkjaðir saman og mynda keðju. Yfir keðjuna er í mörgum tilfellum notað pólýester ermi sem varnar því að keðjulásinn rispi eða valdi skemmdum á stellinu.  Hver hlekkur getur verið frá 5 - 10mm í þvermál og lengd á keðjulás getur verið frá 80 - 120cm. Hér má einnig finna keðjulása sem leggjast saman (foldable locks). Keðjulásar eru dýrari en kapallásar, geta verið erfiðari (þyngri) í flutningum milli staða en veita öryggi.

Berlin - Reiðhjólalás - U-lás

U-lásar koma í ýmsum stærðum. Þeir eru ofast léttari en keðjulás en getur verið erfiðra að hafa þá með sér. Markmiðið með U-lás er að stilla lásinn þannig að hann fari utan um það sem þú ert að læsa með eins litlu bili og mögulegt er. Styttri útgáfur geta læst utan um fram eða afturgjörðina og hjólastellið. Stórar útgáfur geta læst utan um báðar gjarðirnar og hjólastellið. U-lásar eru til í stærðum frá 140mm til 300mm og eru með þvermál frá 14-18mm. U-lásar veita gott jafnvægi milli verðs, flutningum á milli staða og öryggis.

Berlin - Reiðhjólalás - Hringlás

Hringlás hefur fjögur nöfn á ensku O-lock, Ring lock, Wheel lock eða Frame lock. Hringlás er festur á reiðhjólastellið að aftan og læsir afturgjörðina við stellið. Hringlásar eru áberandi á hjólum í Hollandi og víðar í Evrópu en ekki eins áberandi í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hringlás hentar því vel ef læsa á hjólinu í stutta stund með farið er í verzlun. Til eru hringlásar sem bjóða upp á að hægt sé að framlengja þeim með keðju (plug-in chain) svo hægt sé að læsa reiðhjólinu betur utan um eitthvað sem er fast t.d. girðingu eða ljósastaur. Verð á hringlás er á milli keðjulás og U-lás, þægilegir í flutningum milli stað þar sem þeir eru fastir á reiðhjólastellinu og veita öryggi í styttri stopp. Gott að hafa aukalás með eða framlengingu til að bæta öryggið.

Við erum með lása frá AXA. AXA merkir hvern lás frá sér með öryggistölum frá 1 til 15 og er skipt upp í þrjá flokka.


Lásar sem eru flokkaðir frá 1 til 6 henta vel þar sem þú læsir hjólið þínu í stutta stund og ekki mikil hætta á reiðhjólastuldi. Flestir kapallásar eru í þessum flokki.

Lásar sem eru flokkaðir frá 7 til 10 henta vel til að læsa hjóli við skóla eða við fjölmennan stað þar sem mikið er af fólki á ferli. Keðjulásar og U-lásar eru í þessum flokki.

Lásar sem eru flokkaðir frá 11-15 henta vel til að læsa hjóli í lengri tíma eða þar sem meiri hætta er á reiðhjólastuldi. Hringlásar og U-lásar eru í þessum flokki.

Víða erlendis t.d. Kaupmannahöfn, Helsinki, Berlin og London er miðað við að kaupa sér lás úr frá verði hjólsins. Viðmiðið er allt að 10% af verðmæti hjólsins fari í lása kaup. Ef þú ert að kaupa hjól sem kostar 100.000 kr þá er valið sér lás/lásar fyrir allt að 10.000 kr. 

Berlin - Reiðhjólalás - Hreinsiefni
Til að lengja líftímann á lásum er gott að hugsa vel um þá. Þrífa þá reglulega og sprauta þá með lásaspreyi sem heldur óhreinindum frá og er vatnsfráhrindandi.

Gott er að hafa þessi atriði í huga þegar velja á lás fyrir hjól
  • Hvernig hjól er ég að fá mér eða hvernig hjól á ég?
  • Hvert er verðmæti hjólsins?
  • Hvar læsi ég hjólinu mínu?
  • Hvað lengi er hjólið mitt læst?
  • Hvernig geymi ég lásin þegar ég er að hjóla?
  • Hafa einn eða fleiri lása?
Lásar sem við bjóðum upp á
Eldri færslur
Nýrri færslur
Loka (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Leita

Karfa þín er tóm
Halda áfram að verzla