Ný merki í Berlin
Við hjá Berlin erum stolt að kynna til leiks ný hjólamerki frá Belgian Cycling Factory (BCF) – stærsta hjólaframleiðanda Belgíu og einum af leiðandi framleiðendum í Evrópu. BCF er þekkt fyrir gæði, nákvæmni og faglega hönnun, og sameinar sterka hjólreiðamenningu með tæknilegri nýsköpun.
Ridley - Born to Perform

Ridley er flaggskip BCF og hefur í áraraðir verið í fremstu röð í keppnishjólum. Merkið býður upp á létt, hröð og vel smíðuð hjól – allt frá götuhjólum og gravel-hjólum til cyclocross og triathlon. Ridley er fullkomið fyrir þá sem vilja ná lengra, hjóla hraðar og bæta eigin frammistöðu.
Eddy Merckx - My Choice, My Bike

Með nafninu sjálfu tengist Eddy Merckx hjólamerkið einni sterkustu sögu hjólreiða. Línan er hönnuð með klassískri fegurð en samt nútímalegri tækni. Hjól frá Eddy Merckx henta frábærlega þeim sem vilja stílhreint hjól með sportlegum eiginleikum og ríkri belgískri arfleifð.
Nukeproof - It’s an attitude

Fyrir fjallahjólafólk kemur Nukeproof inn með öflugum enduro-, trail- og downhill-hjólum. Þau eru þekkt fyrir frábært flæði, stöðugleika og „race-ready“ smíði. Nukeproof hentar bæði keppendum og þeim sem leita að áreiðanlegu hjóli í íslenskar aðstæður.
Aeres - The world is yours

Aeres er nýjasta merkið hjá BCF og einblínir á rafmagnshjól og borgarhjól. Með þægindi, hönnun og einfaldleika að leiðarljósi er Aeres tilvalið fyrir daglega notkun – hvort sem er til vinnu, í bæjarferð eða til að gera borgarhjólreiðar að sjálfsögðum hluta af lífsstílnum.

Fyrst munu Ridley gravelhjólin Kanzo Adventure og Kanzo Adventure Alu koma til okkar, svo koma barnahjól og fjallahjól frá Nukeproof og í framhaldi koma rafmagnshjólin frá Aeres.
BCF býður einnig upp á að fá hjólin sérsniðin. Ridley og Eddy Merckx bjóða upp á að velja sér útlitið á stellinu, drifbúnað og annað sem þig langar að hafa á hjólinu. Fjölmargir möguleikar í boði. Endilega komdu í heimsókn og spjallaðu við okkur um þá möguleika sem eru í boði eða skoðaðu heimasíður Ridley og Eddy Merckx.
Á næstum vikum koma hjólin inn í vefverzlun okkar. Við erum mjög spennt að geta boðið upp á þessi hjólamerki hjá okkur í Berlin.