Síðastliðin fjögur ár hefur verið VSK-ívilnun fyrir reið- og rafmagnshjól að ákveðinni upphæð. Reiðhjól sem kosta undir 200.000 kr. hafa ekki borið virðisaukaskatt og rafmagnshjól sem kosta undir 400.000 kr. hafa ekki borið virðisaukaskatt.
Núna um áramótin eða 31.desember 2024 falla niður allar VSK-ívilnanir á reið- og rafmagnshjól. Þetta þýðir að virðisaukaskattur bætist aftur við sem hefur bein áhrif á verð allra hjóla. Þessar breytingar eiga við allar hjólaverslanir á Íslandi
Þetta þýðir
Reiðhjól undir 200.000 kr. hækka um 24%
Reiðhjól yfir 200.000 kr. hækka að hámarki 48.000 kr.
Rafhjól undir 400.000 kr. hækka um 24%
Rafhjól yfir 400.000 kr. hækka að hámarki um 96.000 kr.
Til að halda áfram að styðja við notkun vistvænna samgöngumáta samþykkti Alþingi að beina því til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að styrkja kaup einstaklinga á rafmagnshjólum í gegnum Orkusjóð. Mun ráðherra útfæra reglur um úthlutun styrkja til kaupa á slíkum samgöngutækjum fyrir 1. janúar 2025
Sjá nánar hér