Arthur
Schindelhauer
Verð 849.900kr
Einingaverð per
Arthur rafmagnshjólið í stærð M/56cm er komið til okkar. Aðrar stærðir sérpöntum við fyrir þig.
Klassískt hjól frá Schindelhauer en með rafmótor. Arthur var hannað með það í huga að þú sæir ekki muninn á venjulegu hjóli og rafmagnshjóli. Þetta er hjólið fyrir þig ef þú vilt fara um þéttbýlið á þægilegan og skjótan hátt með möguleika á aukaafli þegar þú þarft þess.
Mótorinn er 250W og er staðsettur í afturhjóli meðan rafhlaðan er inn í stellinu. Arthur er sportlegur og er þægilegt að hjóla um á því. Hjólið vegur aðeins 13.4 kg (stærð M) og er létt miðað við mörg önnur rafmagnshjól. Hjólið kemur með LightSKIN ljós í sætispípu og stýri ásamt vökvadiskabremsum frá Formula.
Hægt er að stilla þá aðstoð frá rafmótor með iWoc ONE hnappi á stelli. Hnappurinn sýnir einnig stöðuna á rafhlöðunni með mismunandi LED ljósi. Svo má sækja MAHLE appið og í gegnum það má fá fleiri upplýsingar t.d. hraða, veður og staðsetningu.
Allir kaplar fara í gegnum stellið sem gefur hjólinu fallegt og stílhreint útlit. Njóttu þess að fara þína leið á hjólinu með eða án aðstoðar rafmagns.
Búnaður
Stell: Aluminium (AL6061-T6) triple butted aero tubing
Gaffall: Aluminium fork (tapered), 15mm through-axle, for flat mount disc brakes
Stýrislegur: Tange Seiki - integrated, tapered 1 1/8“-1,5“
Mótor: Mahle-ebikemotion - Motor HUB Drive M1, power: 250 W, torque: 40 Nm, max. support up to 25 km/h
Rafhlaða: Mahle-ebikemotion - intube battery, energy: 250 Wh
Skjár: Mahle-ebikemotion - iWoc ONE
Drifbúnaður: Gates Carbon Drive - CDX, front 60T, rear 22T, belt 118T
Sveifasett: Shimano - Alfine Hollowtech II
Sveifalegur: Shimano - Press-Fit
Pedalar: Schindelhauer - Urban Pedal
Stýrisstemmi: Satori - Stealth, aluminium
Stýri: LightSKIN - handlebar integrated LED-front-light
Sætispípa: LightSKIN - seat post integrated LED-rear-light
Hnakkur: Brooks - B17
Handföng: Schindelhauer - ergo leather grips
Gjarðir: Schindelhauer - high flange front hub disc, ebikemotion motor HUB Drive M1, Alexrims - CXD26 rims with eyelets, Sapim - Race spokes, 3-cross and 2-cross laced
Bremsur: Formula - CURA disc brakes (hydraulic), 160 mm
Dekk: Continental - GP Urban Classic 35-622
Þyngd: 13.4kg (stærð M)
Bretti: Möguleiki að setja bretti
Bögglaberi: Möguleiki að setja bögglabera að aftan
Standari: Möguleiki að setja standara á hjólið