Lokað hjá okkur mánudaginn 17.júní, þjóðhátíðardagur.

Rafmagnshjól - Gott að vita!

Rafmagnshjól - Gott að vita!

Hefur þú velt því fyrir þér hvað rafmagnshjól er og hvernig þau virka? Hér er stuttur leiðarvísir um allt sem þig hefur langað að vita um rafmagnshjól.

Rafmagnshjól - Rafhjól - Gott að vita

Rafmagnshjól

Vissir þú að rafmagnshjól er sá flokkur af hjólum sem vaxið hefur hvað hraðast að undanförnu og eru að verða algengari sjón á stígum og slóðum landsins?

Marin býður upp á fjölbreytt úrval af rafmagnshjólum til að koma þér frá A til B og fulldempuðum rafmagnshjólum sem geta farið með þig ótroðnar slóðir.

Ef þú hefur verið að velta fyrir þér hvort rafmagnshjól sé eitthvað sem hentar þér haltu þá endilega áfram að lesa.

Rafmagnshjól - Rafhjól - Gott að vita

Hvað gerir rafmagnshjól að rafmagnshjóli?

Rafmagnshjól er venjulegt reiðhjól knúið áfram með því að hjóla en með innbyggðan rafmagnsmótor. Þú hjólar eins og á venjulegu reiðhjóli og rafmagnsmótorinn virkjast þegar þú hjólar.  Rafmagnsmótorinn hjálpar þér og þörfin til að hjóla er ennþá til staðar. Ef þú hefur hjólað í góðum meðvind þá hefur þú fengið smá tilfinningu fyrir því hvernig er að vera á rafmagnshjóli.

Þó nokkrir spyrja hvort rafmagnshjólin hafi inngjöf og svarið við því er nei! Það er engin inngjöf á rafmagnshjólunum frá Marin. Þegar þú hættir að hjóla stoppar rafmagnsmótorinn. Hjálpin frá rafmagnsmótornum hættir þegar ákveðnum hámarkshraða er náð. Í Evrópu og þar með talið á Íslandi er miðað við 25 km/klst. Þessi rafmagnshjól eru flokkuð sem létt bifhjól í flokki I, sjá nánari lýsingu á vef samgöngustofu.

Rafmagnshjól - Rafhjól - Gott að vita
Rafmagnshjól - Rafhjól - Gott að vita
Rafmagnshjól - Rafhjól - Gott að vita
 

Eru rafmagnshjól lögleg?

Já. Rafmagnshjól eru lögleg og hafa eftirfarandi skilgreiningu:

Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Þá er miðað við hámarkshraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp.

Og hvar má maður hjóla á rafmagnshjólum: 

Það er heimilt að aka þessum tækjum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg, svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því.

Aldurstakmörk og réttindi
Sá sem ætlar að nota rafmagnshjól þarf að hafa náð 13 ára aldri til að mega nota hjólið. Ekki er gerð krafa um ökunám eða ökuréttindi til að nota rafmagnshjól.

Tryggingar, skoðun og skráning

Ekki er skylt að tryggja rafmagnshjól sérstaklega. Við mælum með að þú talir við þitt tryggingarfélag því sum tryggingafélög eru að bjóða upp á sérstaka rafmagnshjóla tryggingu.

Ekki þarf að fara með rafmagnshjólið í sérstaka skoðun árlega eins og með bíla. Sama gildir einnig um skráningu á rafmagnshjólum. Ekki þarf að skrá rafmagnshjól.Nánari upplýsingar má finna á vef Samgöngustofu, finna má hlekki neðst.

Rafmagnshjól - Rafhjól - Gott að vita

Hvers vegna eru rafmagnshjól dýrari en venjuleg hjól?

Það er satt. Rafmagnshjól eru dýrari en venjuleg reiðhjól vegna viðbótar búnaðar sem komin er á hjólin.

Verð á rafmagnshjólum er mjög mismunandi og fer verðið eftir þeim búnaði sem er á hjólunum og í hvaða tilgangi á að nota hjólið.

Það er ástæða fyrir þessum mismuni á verði. Rafmagnshjól hafa tæknilegan búnað sem er hannaður til að virka í flestum aðstæðum, í langan tíma, léttar rafhlöður og snjall lausnir t.d. Bluetooth og stillingar sem hver og einn getur stillt eftir eigin höfði.

Tvær algengustu tegundir af rafmagnsmótorum eru: afturgjörð (mótorinn er í afturnafi) eða þar sem sveifarnar eru (miðjumótor). Stærð á rafhlöðu, hvernig bremsur eru á hjólinu. Hvort þær séu gjarðar bremsur eða diskabremsur. Er framdempari eða ekki. Eru ljós eða ekki og þá einnig hvort þau eru tengd við rafhlöðuna.

Eru rafmagnshjól peninganna virði? Við teljum það vera. Nokkrir kostir þess að vera á rafmagnshjóli eru til dæmis ef þú fara á milli staða án þess að svitna, leiðin sem þú hjólar er með nokkra brekkur, langar fá smá aðstoð til að geta hjólað reglulega. Mótvindur og brekkur er engin fyrirstaða þegar þú ert á rafmagnshjóli.

Rafmagnshjól - Rafhjól - Gott að vita

Fyrir hvern eru rafmagnshjól?
Viðhorf margra er að rafmagnshjól séu aðallega fyrir eldra fólk, fólk með heilsuvandamál eða einhvern sem vantar hjálp til að halda við hraðari hjólara. Rafmagnshjól geta vissulega aðstoðað þessum aðilum en viðhorfin til rafmagnshjóla hafa á síðastliðnum árum breyst mikið og fjölmargir einstaklingar hafa fengið sér rafmagnshjól til að komast á milli staða eða upp og niður fjallatoppa vegna þess að vindur og landslag hafa lítil sem engin áhrif þegar hjólað er á rafmagnshjóli.

Til eru fjölmargar útgáfur af rafmagnshjólum allt frá samgönguhjólum til burðarhjóla og allt þar á milli.Rafmagnsfjallahjól eða fulldempuð rafmagnshjól eru tilvalin til æfinga til að hjóla upp bratta brekkur. Það krefst minni orku að fara upp og þú getur æft þig að fara niður krefjandi stíga. Þú kemst lengra á skemmri tíma heldur en þú myndir gera á venjulegu reiðhjóli. Þú upplifir að þú farir aðeins hraðar yfir og nýtur þess
Rafmagnshjól henta einnig mjög vel sem samgöngutæki. Hvort sem þú ert á borgarhjól eða burðarhjóli þá getur þú hjólað ansi langar vegalengdir með minni fyrirhöfn, hjólað í venjulegum fötum, verið með barnasæti á bögglaberanum, meiri farangur eða jafnvel klárað innkaupin  fyrir heimilið. Því á rafmagnshjóli verður þetta allt saman léttar.

Nú ertu kannski að velta fyrir þér hvort þú getur komist í betra form ef þú ert á rafmagnshjóli eða hvort þú þreytist á rafmagnshjóli. Þú þarft alltaf að hjóla á rafmagnshjóli til að fá hjálpina frá rafmagnsmótornum og þess vegna notar þú alltaf orku. Gerðar hafa verið rannsóknir og er niðurstaðan sú að einstaklingur á rafmagnshjóli hjólar meira og lengra og því notar ekkert minni orku heldur en á venjulegu reiðhjóli. Ef þú hjólar reglulega á rafmagnshjólinu kemstu hægt og rólega í betra form.

Það er mjög ánægjulegt að hjóla og upplifa eins og maður hefur alltaf meðvind með sér. Hvort sem það er að fara upp brekkur, hjóla á móti vindi eða fara á milli staða til að hitta fólk.

Rafmagnshjól - Rafhjól - Gott að vita

Hvað langt getur þú farið á rafmagnshjóli?

Drægni eða hve langt þú kemst á rafmagnshjóli er ein af þessum spurningu sem erfiðast er að svara.

Hve langt þú kemst fer eftir rafmagnsmótor, stærð á rafhlöðu, landslagi, vindi og hvort þú vilt hafa hjólatúrinn léttan eða erfiðann.

Öll rafmagnshjólin hjá Berlin hafa þann möguleiki að hægt er að stilla hve mikla hjálp þú vilt fá frá rafmagnsmótornum. Hjólin hafa mismunandi stillingar en sem dæmi getur eitt hjól verið með hjálpina frá 0-5 og önnur verið með ECO, Trail og Boost. Þessar stillingar segja til um hve mikla hjálp þú vilt frá rafmagnsmótor þegar þú hjólar. Þannig að með minnstu hjálpinni kemst þú lengst en krefst þess að þú leggir meira á þig og þegar þú notar mestu hjálpina kemstu stytta en leggur minna á þig.

Við mælum með að þegar hjólað er á jafnsléttu að nota minnstu hjálpina og þegar þú þarft að fara upp brekkur eða það er meiri mótvindur en vanalega að hafa meiri hjálp. Þannig nærð þú að komast lengra á rafmagnhjólinu þínu.

Einnig mælum við með því að þú hlaðir rafhlöðuna eftir hvern hjólatúr. Það fer betur með rafhlöðuna ásamt því að það eru minni líkur á því að þú verður rafmagnslaus í hjólaferðinni þinni.

Ef þú ert utanvegar og mikið um brekkur og þú ert að nota mestu hjálpina gætir þú verið að fara 30-45 km á hleðslunni. Hins vegar ef þú ert í þéttbýli og nota minni hjálp getur þú náð 70-90 km á hleðslunni.

Framleiðendur gefa upp viðmið hvað þú getur komist langt á hleðslunni. En það eru nokkur atriði sem við höfum verið að nefna sem hafa áhrif á hvað langt þú kemst á einni hleðslu.

Rafmagnshjól - Rafhjól - Gott að vita

Eitt og annað sem gott er að vita
Mikil þróun hefur á sér stað á síðastliðnum árum þegar kemur að rafmagnshjólum. Hins vegar eru rafmagnshjól þyngri heldur en venjuleg reiðhjól. Þyngd á rafmagnshjóli getur verið allt frá 16 - 25 kg. Þyngdi á hjólinu fer eftir þeim búnaði sem er á hverju hjóli fyrir sig og hvaða efni er notað í stellið á hjólinu.

Þannig ef þú þarft að fara með hjólið milli hæða eða upp og niður ramp til að komast í hjólageymsluna þá þarf að hafa það í huga með þyngdina. Sum rafmagnshjól er hægt að stilla á gönguhraða ef þú þarft að leiða hjólið.


Ef rafmagnsmótorinn er í afturnafi þá eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga. Þegar skipta þarf um slöngu eða dekk þá er afturgjörðin aðeins þyngri heldur en á venjulegu hjóli og taka þarf snúru úr sambandi svo hægt sé að taka afturgjörðina af hjólinu. Eftir það er auðvelt að skipta um slöngu eða dekk.

Einnig er vert að nefna að enn sem komið er þá hlaða rafmagnshjólin sig ekki þegar þau eru á ferð. Hlaða þarf rafhlöðu eftir hvern hjólatúr.

Rafmagnsmótorar frá Shimano og Bosch krefjast sérstakar þekkingar um hvernig á að þjónusta hjólin. Við hjá Berlin höfum farið á námskeið og fengið nauðsynlega kennslu og hugbúnað til að geta þjónustað Shimano og Bosch rafmagnshjól.Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband.

Skoða öll rafmagnshjólin sem við bjóðum upp á
https://www.reidhjolaverzlunin.is/collections/rafmagnshjol

Öll rafmagnshjól sem Reiðhjólaverzlunin Berlin býður upp á eru skilgreind sem létt bifhjól í flokki I.

Upphafleg grein kemur frá heimasíðu Marin Bikes
https://www.marinbikes.com/ww/news-reviews/marin-bikes-ebikes-and-emountain-bikes-guide

Létt bifhjól í flokki I og II, skilgreining á rafmagnshjólum, Samgöngustofa

https://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/velknuin-hjol/

Eldri færslur
Nýrri færslur
Loka (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Leita

Karfa þín er tóm
Halda áfram að verzla