Við fögnum 1.árs afmæli á Háaleitisbraut

Hvað er gravel hjól?

Hvað er gravel hjól?

Gravel er nýlegt orð yfir tegund af hjóli sem hefur verið til lengur en við sjálf.

Á fyrstu dögum reiðhjólanna voru skilin á milli hjóla sem notuð voru á götu eða utanvegar óljós. Fyrsti maðurinn til að hjóla í kringum heiminn gerði það árið 1886. Malbik var ekki fundið upp fyrr en 1902. Hugsaðu aðeins um það!

Þó svo að framleiðendur hafi byrjað að hanna hjól fyrir malbik þá hélt reiðhjólafólk áfram að reyna að takmörkin. Götuhjóla keppendur æfðu utanvegar á veturnar og þannig varð cyclocross til. Og þeir sem voru að leita eftir ævintýrum notuð hjólin til að fara yfir villt, óþekkt landslag og þannig fæddist gravel (malarhjól).

Hvað er gravel hjól?

Gravel hjól hafa þróast út frá öllum hliðum hjólreiða.

Götuhjól með hrútastýri og 700c gjarðir gefur þeim hraða á malbiki en þau geta einnig haft bretti og bögglabera fyrir samgönguhjólreiðar eða ferðalög.

Gravel hjól hafa breiðari dekk heldur en cyclocross hjól vegna þess þau eru ætluð til að vera notuð allt árið um kring heldur en fara hring eftir hring í keppni á fyrirfram ákveðinni braut. Og til að mixa þessu aðeins meira þá hafa gravel hjól einnig fengið eitt og annað frá fjallahjólum eins og dropper post og tubeless dekk.

Gravel hjól líta kannski eins út og götuhjól en að hjóla á þeim er allt öðruvísi. Á flestum götuhjólum er takmarkað hve breið dekk hægt er að koma undir hjólið vegna þess hvernig stellið er hannað. Hins vegar á gravel hjólum býður stellið upp á meira svigrúm til að setja mismunandi breið dekk undir hjólið.

Gravel hjól hefur einnig lægra gírhlutfall heldur en götuhjól. Ástæðan er svo þegar þú hjólar upp hóla eða brekkur þá verður það aðeins auðveldara jafnvel þó búnaður sé settur á hjólið fyrir samgönguhjólreiðar eða ferðalaga. Gravel hjól hafa afslappaðri stöðu þegar setið er á því heldur en götuhjól.

Flest gravel hjól koma með nóg af festingum svo hægt sé að setja bögglabera, grind fyrir farangur eða sérstökum gravel töskum. Flest gravel hjól koma með diskabremsum og fleiri og fleiri koma einnig með dropper post sem staðalbúnaður.

Nýjast nýtt eru dempara að framan. Svo hafa Shimano, SRAM og aðrir framleiðendur hafið framleiðslu á sérstökum gírbúnaði fyrir gravel hjól. Framleiðendur eru einnig byrjaðir að prófa að vera með beint stýri en ekki hefðbundið hrútastýri (drop-bar).

Get ég sett gravel dekk á götuhjól? Í flestum tilfellum er svarið nei hins vegar fer það eftir stellinu á því hjóli sem þú ert með.

Hvað er gravel hjól?

Hvers vegna gravel? Orðið gravel kemur frá Bandaríkjunum og þar er það notað til að lýsa kílómetrum af malarvegum sem ganga yfir fjöll þess, sléttur og skóga. Gravel hjól eru þó ekki bara góð á malarvegum, þau eru skemmtileg að hjóla á allt frá slóðum til grófra vega og fjallahjólaslóða í fjallshlíðum.

Þetta er ástæðan að hjólin frá Marin bera titilinn Beyond Road því það er akkúrat sem þau gera. Þau geta farið um malbik, stíga, malarvegi, grófa slóða og hvað sem þér dettur í hug að hjóla um.

Og þar liggur fjörið og skemmtunin á gravel hjólum. Þau eru ekki eins fjölhæf og fjallahjól utanvegar eða eins hröð og götuhjól á malbiki en þegar þú ert á gravel hjóli getur þú hjólað á blönduðu undirlagi án þess að hafa áhyggjur hvort sért á rétta hjólinu.

Einnig er auðvelt að hjóla langar vegalengdir á gravel hjóli, þau henta einnig ef þú vilt komast í gott form fyrir sumarið yfir vetrarmánuðina, frábær til að skoða nágrenni þitt og kynnast nýjum leiðum og geta einnig nýst til samgönguhjólreiða.
Upp á síðkasti hafa fleirum og fleirum keppnum skotið upp kollinum fyrir gravel hjól hvort sem það eru einn keppnisdagur eða fleiri dagar. Endilega prófaðu að taka þátt og það er stórskemmtilega að prófa að hjóla nýjar leiðir. Keppnir eins og Rift, Grefillinn og Westfjords Way Challenge.

Hvað er gravel hjól?

Hverju á að klæðast?
Sitt sýnis hverjum hvernig best er að klæða sig á gravel hjóli. Alltaf þegar eitthvað nýtt kemur í hjólreiðum þá skapar það mikla umræðu sem er áhugavert.
Þeir sem hafa verið á götuhjólum velja lycra vegna loftmótstöðu og þæginda. Þeir sem hafa verið á fjallahjólum velja loose fit klæðnað.

Veldu klæðnað sem hentar þér og lætur þér líða sem best þegar þú hjólar. Byrjaðu að nota það sem þú átt og hægt og rólega getur þú bætt við þann fatnað sem þér vantar.

Það er ekkert sem kallast réttur eða rangar fatnaður þegar kemur að gravel hjóli. Veldu það sem þér hentar og farðu út að hjóla.

Hvað er gravel hjól?

Ætti ég að fá mér gravel hjól?
Svarið við þessari spurningu er auðvita já!

Ef það heillar þig að hjóla á vit ævintýra, eftir misgóðu undirlagi og í breytilegu veðri þá er gravel hjól eitthvað handa þér.

Gravel hjólin hafa öll sýna eiginleika. Frá mismunandi breið dekk sem komast undir hjólið, gírbúnaði, stýri, hönnun á stelli, stál, ál eða karbon stell, til pedala. Flest hjólanna koma með diskabremsum og svo eru hjól sem koma einnig með dropper post og öðrum búnaði.

Gravel hjól eru því jafngömul og reiðhjólið sjálft en ný hönnun af gravel hjólum hefur eitt og annað sem gömlu hjólin höfðu ekki sem gerir þau skemmtileg, fljót og fjölbreytt.

Hér eru þrjú gravel hjól sem við bjóðum upp á frá Marin

Svissneski hnífurinn Nicasio+ og félagi hans Nicasio. Stáll stell, diskabremsur með fjölda festinga fyrir ýmsan búnað. Nicasio+ er með 1 x 9 gíra en Nicasio með 2x10 gíra. Nicasio+ kemur á 27.5" dekkjum en Nicasio á 28/700 dekkjum.

Four Corners er hjólið fyrir þá sem eru að leita eftir ævintýrum eða bikepacking. Stáll stell með 3x9 gírabúnað og diskabremsum. Nóg af festingum á stelli til að setja ýmsan búnað á hjólið. Dekkin eru 28/700 að stærð.

Svo nýjust hjólin sem eru gravel hjól með beinu stýri eins og DSX hjólin. Mjög áhugaverð nálgun. Ál stell með karbon gaffli og 700x45c dekkjum. Gírbúnaður er 1x9, 1x11 eða 1x12.

Skoðaðu úrvalið okkar af gravel hjólum fyrir þitt ævintýri
https://www.reidhjolaverzlunin.is/collections/aevintyrahjol

Hlekkir á nokkrar keppnir
https://www.therift.bike/
https://grefillinn.is/
https://cyclingwestfjords.com/

Þessi grein var þýdd frá heimasíðu Marin Bikes
https://www.marinbikes.com/ww/news-reviews/whats-the-best-gravel-bike-for-you-to-go-beyond-road



Eldri færslur
Nýrri færslur
Loka (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Leita

Karfa þín er tóm
Halda áfram að verzla