



Prospero
Pashley
Verð 459.900kr
Einingaverð per
Hvert og eitt reiðhjól er handsmíðað í verksmiðju Pashley í Stratford-upon-Avon í Bretlandi fyrir hvern viðskiptavin. Afgreiðslutími er um 4-6 vikur eftir pöntun.
Prospero er lipurt og fjölhæft hjól. Stellið er smiðað úr sterku og léttu Reynolds 531 stálrörum. Hjólið er með fallegar útlínur og er hannað til að koma góðu jafnvægi á milli frammistöðu og þæginda.
Allar útfærslur koma með brettum, standara, bögglabera að framan og framljósi (batterí). Hægt er að velja um þrjár útfærslur á stýri. Beint eða sveigt stýri koma með Shimano Cues 10 gírabúnaði en hrútastýri (dropbar) útgáfan kemur með Shimano GRX 11 gírabúnaði. Allar þrjár útgáfur koma með vökvabremsum. Dekkjastærðin er 27.5".