Achielle - handsmíðað í Belgiu

Achielle - Long John

490.000 kr

Achielle hjólin koma frá litlu fjölskyldufyrirtæki í Belgíu. Þriðja kynslóð hefur nú tekin við rekstrinum en fjölskyldufaðirinn sem ólst upp í reiðhjólaframleiðslunni sér um að þróa nýjar gerðir reiðhjóla af mikilli ástríðu. Það má með sanni segja að þessi hjól eru handsmíðuð með ástríðu og einlægni. Þau smellpassa í okkar hugmyndafræði og við bjóðum upp á þetta vörumerki með miklu stolti.

Long John eða "bakfiets" hjól eru mjög vinsæl í Hollandi, Danmörku og Þýskalandi og eru æ oftar notuð í staðin fyrir bílinn.

Achielle býður upp á mismunandi Long John útgáfur, allt frá einfaldara kassahjóli yfir í barnaskutlu.

Hjólið er líka hægt að fá með rafmagnsmótor.

Hjólin eru afgreidd sem sérpöntun og verð því reikna út við pöntun.  Endilega hafðu samban við okkur og við hönnum saman hjól fyrir þig og/eða þína.

 

Join our Mailing List

Sign up to receive our daily email and get 50% off your first purchase.