Um okkur

Á þessari síðu kynnum við fyrir ykkur falleg klassísk reiðhjól frá Englandi, Þýskalandi og Belgiu, sjarmerandi fylgihluti frá BROOKS, MELON, BIKEBELLE & Co og okkar fáguðu fatalínu. Allt eru þetta vörur fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga sem gjarna nota reiðhjólið til hversdagslegra ferða.

Við erum viss um að hin klassísku Pashley eða hin stílmiklu Berlin reiðhjól mun heilla ykkur jafn mikið og okkur. Með nýju fatalínunni færum við ykkur hverdagsföt sem og sérhönnuðu för fyrir reiðhjólið en allt hentar þetta fullkomlega fyrir klassískt borgarlíf hvort sem þið ferðist með hjólinu á skrifstofuna, kaffihúsið eða leikhúsið. Það sem við leggjum mikla áherslu á í vali okkar á fötum fyrir hjólið eru sérstaklega sterk efni sem að mestu leiti eru úr náttúrulegum efnum eins og ull, bómull og líni.

Við leggjum líka mikla áherslu á að fatnaðurinn sé fallegur og endingargóður. Skemmtileg smáatriði og faglegt handverk mikilvægt í okkar augum og höfum við leitað um allan heim að réttum aðilum sem uppfylla okkar skilyrði.

Góða skemmtun í heimsókn ykkar á síðunni okkar og okkur hlakkar til að sjá ykkur í búðinni hjá okkur á Geirsgötu við gömlu höfnina. Endilega kikið við til að spjalla eða bara til að fá sér kaffibolla.

Sjáumst í Berlin!

Team Berlin


Join our Mailing List

Sign up to receive our daily email and get 50% off your first purchase.